Fréttir

19.08.2014

228

Kambhríslungur

Starfsmenn Sæheima leggja stundum krabbagildrur í Klaufinni eða við Ræningjatanga. Þeirra er vitjað eftir sólarhring og samanstendur aflinn þá oftast af bogkröbbum, sprettfiskum og einstaka marhnút. Það bar vel í veiði núna á dögunum þegar vænn kambhríslungur fannst í gildrunni. Slíkur fiskur hefur ekki borist safninu síðan fyrir gos þegar tveir ungir strákar fundu einn slíkann á Urðunum og færðu safninu að gjöf. Lifði hann í mörg ár.


 

Kambhrísungurinn sem nú er kominn á safnið virðist vera alveg sérstaklega feiminn og felur sig ofan í litla eldfjallinu sem er í einu af búrm safnsins. 

Til baka