Fréttir

15.08.2014

227

Heimsókn frá New York Aquarium

Þessar hressu konur komu í heimsókn á Fiskasafnið nú á dögunum. Þær eru frá Fiskasafninu í New York og fannst mjög gaman að skoða safnið en þó sérstaklega að hitta Tóta, sem skrúfaði frá sjarmanum og heillaði þær alveg upp úr skónum.  


New york Aquarium var sett á fót árið 1896 og er því elsta fiskasafnið í Bandaríkjunum, sem er enn starfrækt. Þar eru til sýnis um 350 tegundir af fiskum og ýmsum sjávarlífverum. Þar eru m.a. mörgæsir, sæljón og sæskjaldbökur. Fellibylurinn Sandy olli miklum skemmdum á safninu árið 2012 og er uppbygging enn í gangi.

Til baka