Fréttir

12.08.2014

226

Feitur fýll

Þann 18. júlí komu ferðamenn með lítinn fýlsunga á safnið, sem þeir höfðu bjargað úr hundskjafti. Fýlsunginn reyndist ekki vera slasaður og tók við æti frá starfsmönnum safnsins þegar hann hafði jafnað sig á mesta áfallinu. Síðan þá hefur hann verið alveg botnlaus og kallar sífellt eftir æti. Það virðist bera tilætlaðan árangur því að hann hefur þrefaldað þyngd sína á þessum vikum. Nú er hann rétt tæp 800 grömm en var aðeins um 250 grömm við komuna á safnið. Verður honum sleppt þegar hann verður tilbúinn til að bjarga sér sjálfur.


Til baka