Fréttir

08.08.2014

239

Sæsteinsuga

Georg á Blíðu VE færði safninu sæsteinsugu sem hafði komið með aflanum. Hafði hún sogið sig fasta við löngu.

Sæsteinsugur eru afar sérkennilegir fiskar og lifa sem sníkjudýr á öðrum fiskum og sjúga úr þeim blóð. Kjaftur þeirra er hringlaga og með fjölda tanna sem koma sér vel þegar þær festa sig á fórnarlömbum sínum. 


Til baka