Fréttir

04.06.2014

111

Afmæli

Um síðustu helgi var haldið upp á 50 ára afmæli Fiskasafnsins. Okkur fannst vera vel við hæfi að halda upp á þessi tímamót um sjómannadagshelgina enda hefur alltaf verið mjög góð samvinna milli safnsins og sjómanna í Vestmannaeyjum. Vikuna fyrir afmæli komu t.d. áhafnir Gullbergsins, Þórunnar Sveins og Drangavíkur með fjölda lifandi fiska fyrir safnið.

Nemendur í Grunnskóla Vestmannaeyja unnu listaverk fyrir safnið á þemadögum skólans og var safnið skreytt í hólf og gólf með þessum glæsilegu listaverkum.

Upphaflega var hugmyndin að nota planið sunnan við safnið fyrir veisluhöldin en þar sem spáði rigningu þessa helgi fengum við að flytja veisluna niður á Slökkvistöðina, sem er hér á neðri hæðinni.

Boðið var upp á kökur og kaffi og skemmtiatriði sem börn á ýmsum aldri sáu um. Krakkarnir í 4. bekk sýndu dans við skemmtilegt sumarlag, krakkarnir í 5 ára deildinni sungu fiskalag sem þau hafa verið að æfa og þær Erna Scheving og Birta Birgisdóttir úr 8. bekk fluttu nokkur lög.

Seinna um daginn varð þetta aðeins meira fullorðins, en þá flutti bæjarstjóri stutta tölu og sýnd var kvikmynd eftir Gísla Óskarsson um náttúrufar og sögu Löngunnar.

Alls komu um 600 manns í heimsókn á safnið þessa helgi.


Til baka