Fréttir

30.05.2014

252

Undirbúningur fyrir afmælið

Margir hafa hjálpað til við undirbúning fyrir afmæli safnsins. Krakkarnir í Grunnskóla Vestmannaeyja eru að útbúa ýmis listaverk sem verða til sýnis á safninu og eru að æfa skemmtiatriði. Sjómenn hafa líka fært safninu fjölda gjafa. Áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttur VE kom m.a. með tröllakrabba, grásleppu, þorsk, steinbít, tindabykkjur og krossfiska. Gullberg VE kom með steinbít, hlýra, þorsk, kola og kolkrabba. Drangavík VE kom með fjóra karfa. Einnig fóru starfsmenn safnsins, feðgarnir Georg og Hlynur í sjóferð og komu með fjölda ígulkera, kuðungakrabba og beitukónga.

Afmælisnefnd safnsins, sem er skipuð Helgu Garðarsdóttur, Kristjáni Egilssyni, Gísla Óskarssyni, Evelyn Bryner, Erni Hilmissyni og Margréti Lilju, hefur einnig látið hendur standa fram úr ermum við undirbúninginn. Búið er að hreinsa búrin og þrífa safnið, einnig er búið að hengja upp fjölda listaverkum frá nemendum GRV. 

Nú er bara að hlakka til að smakka afmæliskökurnar. Við erum orðin mjög spennt og lundinn Tóti er kominn í sparifötin.


Til baka