Fréttir

18.05.2014

107

Tóti tékkar á Tékkanum

Nú er sumarið komið í Sæheimum. Safnið er nú opið alla daga frá klukkan 11:00 til kl. 17:00.

Gott veður var um helgina og talsverður fjöldi ferðamanna kom á safnið. Tóti lundi sem nú er á þriðja ári heilsaði upp á gestina og tók vel á móti þeim. Hann tók sérstaklega vel á móti þessum ferðamanni frá Tékklandi enda var hann með alveg ótrúlega flotta húfu.


Til baka