Fréttir

17.01.2014

99

snjótittlingi sleppt

 Á Þorláksmessu var komið með særðan snjótittling á safnið sem hafði fundist í húsgarði og gat ekki flogið. Annar vængur hans var eitthvað laskaður og nýttist ekki til flugs en virtist ekki vera brotinn. 
Fuglinn hefur verið í fæði og húsnæði á Fiskasafninu þessar vikur en var orðinn það sprækur að ákveðið var að sleppa honum í góða veðrinu í dag. 
Eins og sjá má á myndinni mótmælti hann kröftuglega þegar hann var tekinn úr búri sínu en hætti mótmælunum snarlega þegar honum var sleppt og flaug hinn hressasti á brott frá safninu.

Til baka