Fréttir

27.02.2013

Skelskipti nornakrabba kvikmynduð

Einn af nornakröbbunum á safninu var greinilega komin í skelskipti í gærmorgun þegar starfsmaður safnsins mætti í vinnu. Hringt var í Gískla Óskarsson kvikmyndatökumann og honum boðið að taka myndir af ferlinu. Hann þáði það með þökkum en líklega vissi hann ekki þá að það tæki næstum sólarhring. Hann náði frábærum myndum af skelskiptunum og munum við birta myndband af ferlinu hér á heimasíðunni (talsvert stytt :-)
Líklega er þetta eina myndbandið sem hefur náðst af skelskiptum nornakrabba.

Á myndunum hér fyrir neðan má sjá krabbann þar sem skelskiptin eru komin vel á veg. Þar sést hvernig skjöldurinn hefur opnast og lyfst upp. Undir honum má sjá mjúkt hold krabbans. Krabbadýr í skelskiptum eru mjög varnarlaus og á neðri myndinni má sjá þar sem stærri krabbi ræðst á þann sem er í skelskiptum. Nornakrabbar eru alla jafna ekki að ráðast hver á annan og eru mestu friðsemdarskepnur.
 
 
Til baka