Fréttir

26.01.2013

40 ár frá upphafi eldgossins á Heimaey

 Krakkar í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja komu í heimsókn á safnið þann 23. janúar en þá voru liðin 40 ár frá upphafi eldgossins á Heimaey. Þeim voru sýndar myndir sem Sigmar Pálmason tók meðan gosið stóð yfir 1973. Ragnar Baldvinsson slökkviliðsstjóri sagði þeim frá starfsemi slökkviliðsins meðan á gosinu stóð allt frá því að þeir óku um bæinn fyrstu nóttina með sírenurnar í gangi til að vekja íbúana. Hann sagði þeim frá slökkvistarfi þegar allt að 17 hús brunnu á einni nóttu, björgunarstarfinu, hættunni sem hlaust af völdum gassins, sjókælingunni á hrauninu og hvernig það var að vera hér við þessar erfi'ðu aðstæður. Krakkarnir hlustuðu með athygli á og hafa örugglega mörg séð þetta tímabil í nýju ljósi.

Til baka