Fréttir

06.11.2012

Fuglablik

Sýningin Fuglablik í Sæheimum - Fiskasafni verður opin fram til 1. febrúar. Um er að ræða 33 ljósmyndir af íslenskum fuglum frá félögum í Fuglaverndarfélagi Íslands. Auk þeirra eru til sýnis 6 ljósmyndir frá Hjálmari Bárðarsyni sem hann tók á 6x6 cm filmu. Sýningin er sett upp til minngar um Hjálmar, sem var ötull ljósmyndari og gaf út fyrstu stóru fuglabókina á Íslandi og auk hennar fjölda bóka um íslenska náttúru.
 
Hægt er að kaupa ljósmyndir á sýningunni með því að hafa samband við Fuglaverndarfélag Íslands eða hafa samband við einstaka ljósmyndara.
 
 

Einnig eru ljósmyndir frá Jóhanni Óla Hilmarssyni sýndar á skjám í fiskasal safnsins. Hann hefur getið sér gott orð sem fuglaljósmyndari og hefur m.a. gefið út bókina "Fuglavísir", sem er handbók um íslenska fugla og árvissa flækingsfugla á Íslandi.
 
Myndina tók Jóhann Óli þegar búið var að festa upp ljósmyndirnar í steinasal Fiskasafnsins.
 
 
Til baka