Fréttir

31.10.2012

57

Safnahelgi

Um Safnahelgina verða fuglar í fyrirrúmi í Sæheimum - Fiskasafni. Í samstarfi við Fuglavernd verður ljósmyndasýningin Fuglablik opnuð í Steinasalnum og fuglaljósmyndir frá Jóhanni Óla HIlmarssyni verða á skjánum í Fiskasalnum. Sýningin opnar föstudaginn 2. nóvember kl. 20:30.
 
 
 

Ljósmyndasýningin Fuglablik er farandsýning frá Fuglaverndarfélags Íslands og er hún tileinkuð velunnara félagsins, Hjálmari R. Bárðarsyni, sem lést í mars 2009. Hjálmar var brautryðjandi í fuglaljósmyndun hér á landi og gaf út fyrstu stóru ljósmyndabókina um íslenska fugla1986. Áhugi á fuglajósmyndun hefur aukist mjög á undanförnum árum og hefur fjölgað mjög í hópi íslenskra fuglaljósmyndara.Þátttakendur í sýningunni eru 18 talsins og aldurinn spannar frá 14 ára til 87 ára. Viðfangsefni þeirra eru misjöfn en sammerkt með verkunum er aðdáun og virðing á íslenskri náttúru og íslenskum fuglum.

Ljósmyndasýningin er í tengslum við Safnahelgi Suðurlands og stendur til 4. nóvember. Hún verður opin laugardag og sunnudag  kl. 13-16.

 

 
 
 
 
 
 
 
Til baka