Fréttir

15.09.2012

komnar 1500 pysjur

Nú er búið að vigta og vængmæla yfir 1500 pysjur í pysjueftirlitinu.

Meðalþyngd pysjanna sem er búið að vigta er um 260 grömm.
Pysjurnar eru þó mjög mismunandi þungar. Sú þyngsta sem komið var með var 355 grömm en  léttasta pysjan var aðeins150 grömm. Hún fannst inni í Dal og hefur líklega frekar fokið en flogið úr holunni sinni. Henni var haldið eftir á safninu og gefin loðna. Hún étur vel og nær vonandi að losna við dúninn og ná upp góðri þyngd á næstu vikum.
 
Örn Hilmisson tók þessa mynd af þessari litlu pysju sem er strax orðin ótrúlega gæf.
 
Til baka