Fréttir

13.09.2012

Heimsmet í pysjuvigtun ?

Í gær, þann 12 september voru vigtaðar 251 pysja í Sæheimum -Fiskasafni. Hugsanlega er þarna um heimsmet í pysjuvigtun að ræða.

Nú eru að finnast miklu fleiri pysjur í bænum en mörg undanfarin haust. Alls hafa verið vigtaðar og vængmældar 1320 pysjur. Fólk hefur verið mjög duglegt að koma með pysjur á safnið og stundum verið biðröð fram á gang. Þökkum við fyrir þessi góðu viðbrögð.
 
Örn Hilmisson tók þessa mynd  á sunnudaginn en þá voru vigtaðar 230 pysjur og var það talið vera met á Fiskasafninu. Gunný er greinilega að segja frá einhverju mjög merkilegu.
 
Til baka