Fréttir

02.08.2012

Rituungar í vandræðum

Á hverju sumri er komið með nokkurn fjölda fugla á safnið sem lent hafa í hrakningum. Mest eu þetta ungar sem eru einir og yfirgefnir á vappi oft mjög hungraðir og horaðir eða sem bjargað er frá köttum í veiðihug. Á safninu fá ungarnir nóg að éta og er þeim sleppt út í náttúruna þegar þeir virðast nógu hressir til að bjarga sér upp á eigin spítur.

Núna í sumar hefur verið komið með nokkuð marga rituunga, sem flestir hafa fundist undir bjarginu við Skiphella. Þeir hafa verið í mismunandi ástandi en flestir óskaplega svangir og hafa tekið vel til matar síns. Þeir fá loðnu að éta, sem er í misstórum bitum eftir stærð fuglanna. Því miður duga ekki alltaf matargjafir til að koma þeim á ról á ný en flestar fljúga riturnar út í frelsið feitar og pattaralegar.
 
Riturungarnir eru ekki bara frekir til matar síns heldur eru líka mjög frekir við aðra fugla eins og sjá má á mynd Óskars Péturs, sem sýnir rituunga segja langvíuunga til syndanna.
 
 
Til baka