Fréttir

30.05.2012

Tveir tröllakrabbar

Nýlega fékk safnið að gjöf tvo lifandi tröllakrabba.

Það var Valgeir Valgeirsson sem færði safninu krabbana tvo en hann er í áhöfn Þórunnar Sveinsdóttur VE sem hafði verið við veiðar á Kötlugrunni. Valgeir setti krabbana í sjófyllt kar um borð og hélt þeim þannig lifandi þar til þeir komu til hafnar. Það var dekrað við krabbana og áhöfnin gaf þeim hrogn að éta sem þeir kunnu vel að meta.
Eins og nafnið gefur til kynna er tröllakrabbi stórvaxinn. Þeir staæstu geta vegið allt að 1,5 kg og skjöldurinn getur verið nálægt 18 cm á breidd. Tröllakrabbi finnst yfirleitt á miklu dýpi, allt niður á 1.200 metra.
 
Til baka