Fréttir

16.05.2012

Nýtt útlit og sumaropnun

Nýlega var sett ný merking utan á húsið meðvörumerki (logo) Sæheima - Fiskasafns.

Merkingin er samsett af stöfum sem hver fyrir sig er festur með nokkrum skrúfum og eru stafirnir í um 2 cm fjarlaægð frá veggnum. Þannig kemur ákveðin dýpt í merkið sem sést vel á þessari mynd sem Georg Skæringsson tók af húsinu þegar hann hafði lokið við uppsetningu merkisins.
 
Í dag hest sumaropnun safnsins og er er það nú opið alla daga frá klukkan 11:00 til klukkan 17:00 og verður það fram til 15. september.
 
Til baka