Fréttir

10.05.2012

Safnið hlýtur tvo styrki frá Menningarráði Suðurlands

Sæheimar - Fiskasafn hlaut nýverið tvo styrki frá Menningarráði Suðurlands. Örn Hilmisson starfsmaður safnsins tók á móti styrkjunum fyrir hönd safnsins á úthlutunarhátíð ráðsins þann 6. maí. 

Styrkur að upphæð 150.000 krónr  fékkst í verkefnið "Stjörnur" og viðfangsefni þess er að vera með viðburð á safninu um sjómannadagshelgina. Karl Gauti Hjaltason mun þar segja frá því hvernig sæfarendur til forna notuðu stjörnur til að vísa veginn. Einnig verður tónlistaratriði í tengslum við fyrirlestur hans.
Styrkur að upphæð 200.000 krónur fékkst í verkefni sem kallast "Krabbakverið" og er þar um að ræða fræðslurit um krabbana í sjónum við Ísland. JónBaldur Hlíðberg myndlistamaður teiknar myndir í ritið en einnig verður þar að finna ýmsan fróðleik um krabbana.
Til baka