Fréttir

17.04.2012

Fundu hnísu í Skansfjöru

Þau Bjarki, Andri, Svava, Maríanna, Hafdís, og Heiða voru að vaða og leika sér í Skansfjörunni í góða veðrinu s.l. föstudag. Fundu þau þá dauða hnísu í fjörunni og létu vita af fundinum á Fiskasafninu. Krakkarnir fá bestu þakkir fyrir það og líklega verður beinagrindin sett upp á safninu.
Hnísan er minnsti tannhvalurinn við Ísland og er algeng. Karldýrið er tæpir tveir metrar á lengd og um 70 kg á þyngd. Kvendýrin eru nokkuð minni. Líklega er hnísan sem krakkarnir fundu ekki fullvaxin því hún var aðeins um 110-120 cm á lengd.

Til baka