Fréttir

23.02.2012

Lifandi loðna á Fiskasafninu

Í gær kom áhöfnin á Álsey VE færandi hendi þegar þeir komu með um 300 lifandi loðnur á Fiskasafnið. Loðnunum var komið fyrir í þremur af búrum safnsins og eru þær greinilega aðeins kvekktar yfir vistaskiptunum því að þær synda í þéttum hópum og halda sig niður við botn. Þær vita greinilega ekki að félagar þeirra úr torfunni eru í enn verri málum, enda eru þeir líklega þegar komnir í bræðslu.
Í búrunum eru fyrir þorskur, ýsa kolar og sandhverfa og hafa þau látið sér fátt um finnast um nýju gestina og reyna ekki að éta þá, enda ekki vön að fæðan hreyfist mikið heldur fá hana í bitum og jafnvel á priki. 

Til baka