Fréttir

20.12.2011

Fótboltastrákar í heimsókn

Þeir Eiður Aron og Þórarinn Ingi komu við á Fiskasafninu og heilsuðu upp á nafna sína á safninu. Allir voru þeir komnir í jólaskap eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Langvíuunginn (Eiður Aron) og lundapysjan (Þórarinn Ingi) komu á safnið seint í ágúst og voru þá báðir smákríli. Slagurinn í fótboltanum var í hámarki um þetta leyti og starfsmaður safnsins (mikill áhugamaður um fótbolta) var fljótur að finna nöfn á ungana. Þeir hafa dafnað vel á safninu og eru mannelskir.

Konurnar í kvenfélaginu Líkn saumuðu húfurnar á ungana og þeir kipptu sér ekki upp við það að fá þær á höfuðið.Strákarnir voru með flotta rakspíra og að myndatöku lokinni var komin þessi fína herralykt af ungunum. Við þökkum strákunum fyrir að taka þátt í þessu með okkur.
 
Til baka