Fréttir

18.11.2011

Skógarsnípa finnst í Vestmannaeyjum

Hringt var til Fiskasafnsins og látið vita af óvenjulegum fugli sem lægi dauður við Sólhlíð 19. Reyndist það vera skógarsnípa, sem er náskyld hrossagauk en talsvert stærri og litfegurri.

Skógarsnípa á heimkynni sín í barrskógum nágrannalanda okkar og flækjast hingað til lands árlega. Fyrir nokkrum árum var staðfest að skógarsnípa hafi orpið í stafafuruskógum í Skorradal. Líklegt má telja að þær hafi orpið hér mun oftar en erfitt er að koma auga á þær í varpi því þær ná að felast mjög vel á skógarbotni. Þar falla þær vel inn í umhverfið og eru ekki eins áberandi og skógasnípan á þessari mynd, sem Hrafn Óskarsson skógarvörður og ljósmyndari tók um vetur í Fljótshlíðinni.
 
 
Til baka