Fréttir

27.10.2011

Dregið upp úr djúpinu

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir Safnahelgi Suðurlands á Fiskasafninu.

 


Dagana 4.-6. nóvember er hin árlega Safnahelgi á Suðurlandi og munu þá söfn á Suðurlandi ásamt fleirum standa fyrir fjölda uppákoma. Á söfnunum í Vestmannaeyjum verður í boði tónlist, myndlist og upplestur úr bókum.
Á fiskasafninu mun Jón Baldur Hlíðberg sína teikningar sínar af ýmsum lífverum hafsins og kallast sýningin "Dregið upp úr djúpinu". Menningarráð Suðurlands veitti styrk til sýningarinnar.
Sýningin opnar föstudaginn 4. nóvember kl.20:30. Einnig verður opið laugardag og sunnudag frá kl.13:00 til kl.16:00. Jón Baldur er landsþekktur fyrir teikningar sínar af dýrum, plöntum og kynjaverum Íslands og hefur hann myndskreytt fjölda bóka.
 
Til baka