Fréttir

21.09.2011

þórarinn Ingi hefur þyngst mikið

Komið var með lundapysju á safnið þann 21. ágúst sem vóg einungis 95 grömm. Hún fékk nafnið Þórarinn Ingi því ÍBV var að keppa á Hásteinsvelli þennan sama dag og pysjan fannst, og Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði sigurmark liðsins.Pysjan hefur verið í góðu atlæti hér á safninu og greinilega fengið nóg að éta því hún hefur þrefaldað þyngd sína á fjórum vikum.

Pysjan étur aðallega loðnu sem hún sporðrennir í heilu lagi á nokkrum sekúndum, en einnig étur hún rækjur og annan fisk af bestu lyst. Hún er ennþá talsvert dúnuð en flýtur vel og tekur daglega sundspretti í snertibúrinu og kann greinilega vel við sig þar.
Myndin hér fyrir neðan var tekin þegar þeir nafnarinir hittust á Fiskasafninu.
 
Til baka