Fréttir

23.08.2011

Fyrsta lundapysjan 2011

Fysta lundapysjan sem komið var með á Fiskasafnið í ár fannst sunnudaginn 21. ágúst.

Pysjan er mjög lítil og dúnuð og hefur ekki flogið langa leið úr holunni sinni því vængirnir eru aðeins nokkrir sentimetrar á lengd. Hún vóg aðeins 95 grömm og er það mjög sjaldan sem komið er með svo litlar pysjur á safnið. Síðustu árin hefur meðalþyngd pysja sem komið er með á safnið verið um 260-270 grömm og þótti það ekki há meðalþyngd.
 
 
Til baka