Fréttir

22.08.2011

Langvíuungi og rituungi

Núna eru langvíuungi og rituungi í fóstri á Fiskasafninu.

Rituunginn fannst undir berginu við Sprönguna en langvíuunginn fannst á sjónum við Hellisey. Báðir eru þeir hinir hressustu og éta vel. Langvían fékk nafnið Eiður Aron en rituunginn fékk aðeins óvirðulegra nafn, en hann er kallaður Pési. Samkomulagið milli þeirra er ekki mjög gott en þegar þeir eru settir saman ræðst rituunginn umsvifalaust á langvíuungann sem skrækir þá hástöfum. Óskar Pétur tók þessa mynd af þeim "félögum"
 
Til baka