Fréttir

31.05.2011

Músin Títla

Einn af starfsmönnum Sæheima var að færa til húsgögn á heimili sínu um daginn og skaust þá húsamús út á gólfið. Starfsmaðurinn sýndi mikið snarræði og gómaði músina. Hún hefur nú fengið nýtt heimili á fiskasafninu og verið nefnd Títla.
Þar gæðir hún sér á orsti, ávöxtum og korni ýmiskonar og miðað við hvað hún nær að torga þá á hún eftir að verða vel í holdum.

Til baka