Fréttir

25.03.2011

56

Fréttir af Golla fara um víðan völl

Fréttir af kópnu Golla hafa farið víða og nýverið birtist grein í Iceland Review þar sem farið er yfir björgun Golla. Það er ánægjulegt til þess að vita að fólk fylgist með því sem við erum að gera hér í Sæheimum enda veitir okkur mannfólkinu ekki af góðum skammti af jákvæðum og skemmtilegum fréttum í bland. Starfsfólk Sæheima hefur áhuga á að koma upp aðstöðu til að taka á móti sjávarspendýrum og sjófuglum, bæði til björgunar og einnig til að geta haft til sýnis fyrir almenning. Eflaust verður gert ráð fyrir aðstöðu til að halda lifandi sjávarspendýr í nýju fiskasafni en undirbúningur á hönnun á slíku safni stendur yfir.

Til baka