Fréttir

24.01.2011

Golli spáir fyrir um leik Íslands og Spánar

Golli hefur verið iðin við kolann að undanförnu og spáð fyrir um leiki íslands á HM. Það er skemmst frá því að segja að Golli hefur haft rétt fyrir sér í 100% tilvika til þessa og því biðu menn spenntir eftir spánni fyrir leik Íslands og Spánar.

Fréttamenn frá öllum heimshornum voru mættir til að fylgjast með, eða allavega tveir fréttamenn, reyndar báðir frá Eyjum. En klárlega einn elsti sjónvarpsfréttamaður Vestmannaeyja og ötulasti fréttaljósmyndari vikublaðsins Frétta. Þeir voru semsagt báðir mættir til að fylgjast með þessum merka viðburði. Ljóst er að Golli er umdeildur spáselur og ekki allir sammála því hvort hann sé örlagavaldur eða bara spáir um fyrir það sem á eftir að gerast. Að þessu sinni spáði Golli jafntefli þar sem hann át hvoruga síldina. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann hefur rétt fyrir sér enn og aftur!
 
Til baka