Fréttir

21.01.2011

54

Golli spáir fyrir leiknum Ísland - Þýskaland

Golli er iðinn við kolann þessa stundina og ljóst að hann spáði rétt fyrir leiknum Ísland-Noregur. Umsjónarmaður Golla og aðrir viðstaddir voru þó á því að þetta yrði strögl allan leikinn en  strákarnir okkar virtust meira segja koma Golla á óvart og völtruðu yfir norðmenn í seinni hálfleik. Í dag spáði Golli síðan fyrir um leik Íslands og Þýskalands. Golli gekk mun ákveðnari til verks að þessu sinni og þrátt fyrir að umsjónarmaður Golla reyndi ítrekað að hafa áhrif á niðurstöðuna gaf Golli sig ekki og spáði þjóðverjum sigri. Við vonum bara að Golli hafi rangt fyrir sér að þessu sinni og að strákarnir klári leikinn með bravör. Myndbandið með Golla má sjá hér.

Til baka