Fréttir

20.01.2011

52

Golli spáir fyrir leiknum í kvöld

Selurinn Golli sem staddur er í Sæheimum spáði Íslandi sigri á móti Noregi í kvöld. Golli var lengi að ákveða sig en á endanum valdi hann Ísland. Á tímabili bakkaði Golli frá síldinni og var hugsi. Hann smakkaði á báðum en tók síðan af skarið. Þess má geta að síldin kemur úr Norsk - Íslenska síldastofninum þannig að þetta getur ekki verið nákvæmara. Ljóst er að kýrinn sem spáði Noregi sigri þarf eitthvað að skoða spábeinin sín. 
 
Hér er linkur á myndband sem tekið var upp af atburðinum. Þess skal getið að Sýslumaðurinn var ekki á staðnum þannig að þessi spá mun ekki hafa áhrif á erlenda veðbanka. Sjá myndband. 

Til baka