Fréttir

11.01.2011

51

Steinbítur hrygnir

Í gær hrygndi steinbítur í Sæheimum og náðust af því mjög skemmtilegar myndir. Atferlið hófst með því að hængurinn frjóvgaði hrogn hrygnunnar með svokallaðri innvortis frjóvgun í allnokkrum tilraunum. Hrygnan hristi síðan kviðinn eða titraði, líklega í þeim tilgangi að blanda saman hrognum og svilum og þannig auka líkurnar á fjóvgun. Sjálf hrygningin tók í raun ekki nema um 12 mínútur en þá var athöfnin búin að standa yfir frá því snemma um morgun og til kl. 20:00.

Hrognin eru límd saman í kúlu og vefur steinbíturinn sig utan um hrognin í þeim tilgangi að verja afkvæmi sín. Hjá fiskum er það mun algengara karldýrið sjái um að passa upp á hrognin. Eitthvað var hængurinn ósáttur við stöðu mála og tók til við að éta hrognin.
 
Mökun
  
 Hrygning
  
Steinbítshrygnan uppgefin eftir öll átökin
 
 
Myndirnar hér að ofaneru teknar af Óskari Pétri Friðrikssyni, ljósmyndara.
Myndirnar hér að neðan eru teknar af Margréti Lilju Magnúsdóttur, safnstjóra. 
Myndirnar má einnig finna í myndasafninu okkar: Steinbítur hrygnir.
 
 
Til baka