Fréttir

17.11.2010

25

Tónleikar á Fiskasafninu

Í tengslum við Safnahelgi á Suðurlandi kom til Vestmannaeyja fjöldi listamanna og urðu margir þeirra veðurtepptir á sunnudeginum þegar gerði hið versta veður.

Einhverjir hafa sjálfsagt blótað ástandinu en þau Margrét Pálsdóttir og Ársæll Másson tónlistarmenn sem voru í Föruneyti Gísla Helgasonar gerðu gott úr þessu. Þau höfðu samband við Erlend Bogason sem var með ljósmyndasýningu á Fiskasafninu og buðust til að syngja og spila á sýningunni hans. Þau fluttu nokkur suðræn lög fyrir gesti safnsins. Var þetta bæði óvænt og skemmtileg uppákoma, gestunum til mikillar ánægju. Fiskarinir létu sér þó flestir fátt um finnast nema blágóma ein sem dansaði í takt við tónlistina.
Til baka