Fréttir

17.11.2010

29

Neðansjávarljósmyndir

Sýning Erlendar Bogasaonar kafara var opnuð þann 5. nóvember á Fiskasafninu. Sýningin er í tengslum við Safnahelgi á Suðurlandi og Menningarráð Suðurlands veitti styrk til sýningarhalsdsins.


Erlendur sýnir ljósmyndir og kvikmyndabrot sem hann hefur tekið neðansjávar. Einnig hélt hann tvo fyrirlestra í máli og myndum um rannsóknir sínar neðansjávar. Annars vegar fyrirlestur um fund hverastrýtanna í Eyjafirði, sem eru einstakt náttúrufyrirbæri og hafa þegar verið friðaðar. Erlendur var fyrstur manna til að kafa niður að strýtunum og hafa ljósmyndir hans þaðan ratað í tímarit á borð við Nature. Hins vegar hélt hann fyrirlestur um rannsóknir sínar á aukinni veiðni kyrrstæðra veiðarfæra þar sem hann sýndi myndir af því hvernig fiskurinn hegðar sér í námunda við ýmis veiðarfæri og mismunandi beitu.

Sýningin var sett upp í fiskasalnum þar sem fjórir digital rammar eru staðsettir milli fiskabúranna og voru ljósmyndirnar látnar rúlla þar, u.þ.b. 20 myndir í hverjum ramma. Þar voru ljósmyndir af mörgum þeirra tegunda sem finnast í búrum safnsins. Fimmti ramminn er staðsettur í steinasalnum og þar sýndi Erlendur ljósmyndir af fuglum undir yfirborðinu og ljósmyndir sem teknar eru í ferskvatni. Kvikmyndabrotin voru sýnd á stórum sjónvarpsskjá í fiskasalnum.  

Bæði ljósmyndirnar og kvikmyndirnar verða sýndar áfram á safninu og hafa nemendur í náttúrufræði við Grunnskóla Vestmannaeyja komið og skoðað þær.

Til baka