Fréttir

22.10.2010

23

Hafmeyja óskast

Fiskasafn í Wales hefur auglýst eftir hafmeyju til starfa við safnið. Samkvæmt upplýsingum frá sýningarstjóra safnsins þarf hún ekki endilega að vera ekta, þó það væri betra, heldur leggur safnið til sérútbúin búning sem starfmaðurinn þarf að klæðast við fóðrun á öðrum safndýrum. Búningurinn samanstendur meðal annars af köfunarbúnaði sem gerir hafmeyjunni kleift að fóðra dýrin neðansjávar. Hafmeyjan á m.a.að vinna með hákörlum safnsins. Safnið sem um ræðir heiti Rhyl SeaQuarium og er staðsett í Norður Wales. 
 

Til baka