Fréttir

30.09.2010

8

Sæsteinsugan látin

Sæsteinsugan sem koma á safnið ekki alls fyrir löngu er nú látin. Hennar er sárt saknað þó að hún hafi verið frekar ófrýnileg, enda ólík öllum öðrum fiskum. Starfsfólk safnsins hafði sett til hennar fiska sem hún ætti að geta sest á til að nærast, en hún leit ekki við þeim. Kannski hefur henni fundist meðalstór þorskur vera óspennandi eftir að hafa verið á hval. Steinsugur verða ekki langlífar í fiskasöfnum nema að þær finni sér fórnarlamb til að nærast á.

Til baka