Fréttir

13.08.2010

21

Glerlistasýning í Fiskasafninu

Þann 4.júní s.l. onaði Berglind Kristjánsdóttir glerlistakona sýningu á verkum sínum í búrum Fiskasafnsins. Verkin eru unnin sérstaklega með Fiskasafnið í huga og í hverju búri er tekið mið af lífverunum sem þar eru.

Glerlistaverkin lífga mjög upp á umhverfið í búrunum og svo virðist sem fiskar og aðrir íbúar búranna séu ánægðir með tilbreytinguna. Sem dæmi má nefna að kolkrabbi nokkur festi egg sín á eitt listaverkið örfáum mínútum eftir að það var sett í búrið hjá honum.
Menningarráð Suðurlands veitti styrk til sýningarinnar og erum við mjög þakklát fyrir þann stuðning. Sýningin stendur fram eftir sumri og líklega verða einhver listaverkanna höfð í búrunum til frambúðar. Myndir frá sýningunni eru í myndamöppu sem heitir "Glerlistasýning"
 
Til baka