Vallhumall

Vallhumall er algengur við byggð ból í kringum allt landið.  Í sumum landshlutum er vallhumallinn einkum í kringum bæi, en annars staðar er hann mjög rótgróinn í villtu landi og vex þar bæði upp til fjalla og inn á hálendið, á nokkrum stöðum upp fyrir 700 m hæð

Nokkur blóm vallhumals standa saman í örsmáum (4-5 mm) körfum, sem í fljótu bragði líta út sem einstök blóm. Körfurnar skipa sér síðan margar saman í þétta hálfsveipkennda blómskipan. Körfurnar eru oftast hvítar en stundum bleikleitar. Blómgast í júní til júlí. Stöngullinn er loðinn, með stakstæðum, fjaðurskiptum, loðnum blöðum. 

Vallhumall vex víða á Heimaey og í einhverjum úteyjanna.

Go back