Túnsúra

Túnsúra fjölær og breytileg tegund. Hún er algeng um allt land frá láglendi og upp í 1000 m hæð.  Hún vex í túnum, valllendi, gróðursælum lautum og móum.

Túnsúran hefur einkynja blóm í sérbýli. Blómin eru mörg saman í klasaleitum blómskipunum út frá blaðöxlunum. Blómgast í maí til júní. Karlplantan er minni en kvenplantan. Stöngullinn er gáraður, með alllöngum himnukenndum slíðrum um blaðfótinn. Blöðin eru stakstæð og blaðkan er örvarlaga með niðurvísandi eyrum.

Túnsúran er mjög algeng í Vestmannaeyjum, bæði á heimalandinu og í úteyjum og vex einnig í Surtsey.

Go back