Tunglurt

Tungljurt smávaxin burknategund af naðurtunguætt, algeng um land allt frá láglendi upp í 700 m hæð og auðþekkt á hinum hálfmánalaga hliðarblöðum sínum.  Gróhirslurnar sitja á annarri grein og líkjast litlum vínberjaklösum. Tungljurtin vex gjarnan í graslendi eða grasi vöxnum móum.

Tungljurtin er fjölær jurt, sem vex upp af örstuttum, uppréttum jarðstöngli. Ofanjarðarhluti jurtarinnar myndar eitt tvískipt blað. Gróbæri blaðhlutinn ber í toppinn þéttan klasa af hnöttóttum gróhirslum, sem allar vísa til sömu hliðar. Gróhirslurnar eru í fyrstu grænar og bústnar, en gulna við þroskun og verða að lokum brúnar og opnast þá með þverrifu í kollinn. Tillífunarhluti blaðsins er fjaðurskiptur, oftast með 4-8 pörum hálfmána- eða blævængslaga smáblaða.

Tungljurt vex víða í gamla hrauninu, en einnig í graslendi suður á eyju.

Go back