Þrenningarfjóla

Þrenningarfjóla eða þrenningargras er fáær jurt af fjóluætt. Hún vex einkum á melum eða í þurrum brekkum, einnig í möl og sandi. Hún er duglegur landnemi og fljót að sá sér út þar sem sandar eru eða möl eins og oft er í vegköntum sem stráðir eru mulningi. Þrenningarfjólan finnst upp í 450 m hæð.

Blóm þrenningarfjólu eru breytileg að lit en venjulegasta litasamsetningin fjólublátt, gult og hvítt. Sem sagt þrílit eins og nafn hennar bendir til (tricolor). Blómgast í maí. Laufblöð fjólunnar eru mismunandi að stærð og lögun en öll eru þau gróftennt.

Þrenningarfjólan vex á nokkrum svæðum á Heimaey m.a. á hraunkantinum og í Gamla hrauninu.

Go back