Stormþulur

Stormþulur er innflutt tegund sem ræktuð er í görðum. Hún hefur hins vegar tekið sér bólfestu utan garða á nokkrum stöðum. Virðist hún vera nægilega harðgerð til að una sér á þessum stöðum, alls staðar í fjörum, og vex þar árum saman.

Stormþulur er stórvaxin tegund með áberandi, stórum, gulum blómum. Hann vex aðeins á einum stað á Heimaey í suðausturhluta Stórhöfða. Þar myndar hann nokkuð stóra breiðu sem er áberandi í umhverfinu. Líklegt má telja að hann hafi verið gróðursettur þarna.

Go back