Skarifífill

Skarifífill er af körfublómaætt og er algengur um allt land. Hann vex einkum á láglendi, fer sjaldan yfir 600 m hæð. Kjörlendi hans er á túnum, valllendi og grasi grónar hlíðar.

Hann blómgast fremur seint á sumrin, og er því ekki áberandi fyrr en síðsumars og er hann nefndur haustfífill á sumum tungumálum. Blóm skarifífilsins eru gul og standa mörg saman í þéttum körfum á greinendum. Laufblöðin eru fjaðurflipótt í stofnhvirfingu.

Skarifífill er algengur á flestum gróðursvæðum á Heimaey og vex sömuleiðis í úteyjum.

Go back