Sæhvönn

Sæhvönn er fremur sjaldgæf jurt af sveipjurtaætt. Hún vex svo til eingöngu í klettum við sjó.  Hún er miklu minni en hinar hvannirnar.

Blóm sæhvannar eru lítil, aðeins 3-4 mm í þvermál, mörg saman í sveipum. Krónublöðin eru hvítleit eða aðeins bleikleit. Hún blómgast í júní. Blöðin eru þrífingruð á löngum stilk.

Sæhvönn er sjaldgæf á Heimaey en hefur fundist á nokkrum stöðum við Höfðavík.

Go back