Roðafífill

Roðafífill er af körfublómaætt. Hann er náskyldur íslandsfífli sem vex villtur um allt land. Roðafífillinn er í útliti mjög líkur íslandsfífli, hefur löng hár á stönglinum eins og hann. Eini áberandi munurinn er litur blómanna, en þau eru skærrauð en ekki gul. Roðafífillinn er sumstaðar ræktaður í görðum, og sáir sér þaðan og hefur ílenst víða. Hann spjarar sig auðveldlega úti á víðavangi á sama hátt og Íslandsfífillinn.

Roðafífillinn hefur dreift sér á Heimaey og má nú sjá hann víða um eyjuna. Hann er víða áberandi í hraunkantinum.

Go back