Ólafssúra

Ólafssúra er fremur algeng um allt land, einkum til fjalla.  Hún er af súruætt og vex einkum í grjótskriðum, klettum, og á melum, meira til fjalla en á láglendi, þótt hún vaxi oft einnig í sjávarklettum. Þetta er afar harðgerð jurt sem finnst allt upp í 1300 m hæð. Ólafssúran er auðþekkt frá öðrum súrum á lögun laufblaðanna. Hin þykku, hóflaga blöð hennar eru með súru bragði og gefa blöðum túnsúrunnar ekkert eftir.

Blómin sem eru tvíkynja eru í samsettum, klasakenndum blómskipunum á stöngulendunum. Laufblöðin eru stilklöng, blaðkan þykk, nýrlaga, oft lítið eitt hyrnd, 2-6 sm í þvermál, súr á bragðið. 

Ólafssúran vex væði á Heimaey og í Surtsey.

Go back