Músareyra

Músareyra er af hjartagrasætt og er ein útbreiddasta jurt landsins. Það vex í móum og á melum upp í 1300 m hæð.

Músareyrað er fjölær jurt með jarðlæga blaðsprota og upprétta blómstöngla. Stönglarnir eru venjulega þétt settir löngum, hvítum ullhárum. Blómin eru fimmdeild, 1,5-2 sm í þvermál. Krónublöðin eru hvít, klofin í endann. Blómgast í maí. Laufblöðin eru gagnstæð, sitja oft mjög þétt og eru oftast kafloðin hvítum, löngum hárum.

Vex víða á Heimaey.

Go back