Melablóm

Melablóm eða melskriðnablóm er af krossblómaætt. Það vex einkum á melum, söndum, áreyrum, í hraunum og í melskriðum fjallshlíðanna. Það er með allra algengustu jurtum um allt land, ekki síst á sandauðnum hálendisins. Til fjalla nær það víða upp fyrir 1000 m hæð.

Melablómið er fremur lítil, fjölær jurt, oftast með nokkra eða marga stöngla af sömu rót. Blómin eru mörg saman í stuttum klasa efst á stöngulendunum. Krónublöðin eru hvít og fjórdeild. Stönglar eru grannir og blöðin stakstæð, flest í stofnhvirfingu.

Melablómið vex á flestum gróðursvæðum á Heimaey og einnig í úteyjum.

Go back