Maríuvöndur

Maríuvöndur er af maríuvandarætt og er nokkuð algengur á þurrum grasbölum og öðru snögglendi.  Hann er auðþekktur frá skyldum tegundum á dökkfjólubláum eða purpurarauðum blómum, og á bikarnum sem hefur tvö breið bikarblöð og tvö mjó. Hann finnst oft upp að 500 m hæð.

Maríuvöndur er oftast tvíær. Krónan er pípulaga, um 2-2,5 sm á lengd, dökkfjólublá, krónuflipamir með hárkenndum ginleppum að innanverðu.

Maríuvöndur vex á stöku stað á Heimaey en hann er helst að finna í Stórhöfða.

Go back