Lyfjagras

Lyfjagras svex í flögum og mólendi og er algengt um allt land frá láglendi upp í 800 m hæð.

Blöðin eru jarðlæg í stofnhvirfingu, slímug,  gulgræn á lit og fanga flugur sem jurtin leysir upp og nýtir sér til næringar.  Frá þeim vex langur, blaðlaus leggur sem ber lotið, dökk fjólublátt, óreglulegt blóm. Blómgast í júní.

Á Heimaey er lyfjagras helst að finna í gamla hrauninu.

Go back